FRAMÚRSKARANDI HYBRID-RAFMAGN Toyota hefur lengi verið frumkvöðull þegar kemur að Hybrid-bílum og nýi Corolla Sedan er búinn hinni fáguðu 5. kynslóðar Hybrid-aflrás. Nett og viðbragðsfljótt kerfið er hannað til að skila ánægjulegri akstursupplifun ásamt einstakri sparneytni og lítilli mengun í útblæstri. Þægindin verða ekki meiri þar sem kerfið hleður sig sjálft. Þú getur sniðið eiginleika aflrásarinnar að þínum þörfum með þremur mismunandi akstursstillingum: Normal, Eco og Power. Einnig er hægt að velja rafmagnsstillingu fyrir mjúkan, nánast hljóðlausan akstur með engum útblæstri þegar þú kýst það. SNJALLARI AKSTUR MEÐ HYBRID-ÞJÁLFUN Auktu sparneytni við akstur með Hybrid-þjálfun í Corolla. 4
Halið niður PDF-skjali