Í FARARBRODDI FRÁ UPPHAFI. ALGERLEGA ÓSTÖÐVANDI Land Cruiser er óstöðvandi og hefur verið allt frá því að fyrstu kynslóðinni var ekið upp Fuji- fjall fyrir tæpum 70 árum. Enn þann dag í dag hrífur hann viðskiptavini um heim allan með afköstum og getu til að koma farþegum sínum hvert á land sem er og til baka aftur heilu og höldnu. Land Cruiser er sami vinnuhesturinn í dag og hann hefur verið frá upphafi – með háþróaðri tækni fyrir akstur á vegum og í torfæru, fleiri gerðum öryggisbúnaðar og öflugri afköstum fyrir hvers kyns undirlag. 4 1951 BJ-línan er kynnt til sögunnar – fyrsti bíllinn sem ekið upp í 2500 metra hæð yfir sjávarmáli í hlíðum Fuji-fjalls. 1966 Land Cruiser í skutbíls- útfærslu – fjórhjóladrifinn bíll í fágaðri útgáfu. 1985 Fyrsta léttbyggða línan – sameinar þægindi og óskerta getu til aksturs í torfærum. 1996 90-línan – nú með sterkum undirvagni, sjálfstæðri fjöðrun að framan og aflmeiri vél. 2002 120-línan – fyrsta gagngera breytingin í sex ár, með það að markmiði að auka bæði akstursgetu á vegum og í torfærum.
Halið niður PDF-skjali