AKSTURSGETA Á VEGI ALLTAF VIÐ STJÓRNVÖLINN Ef þú ert með búnað í eftirdragi, þarft að þræða hjá holum eða aka í rigningu, snjó og ís býður Land Cruiser upp á einstaka blöndu aksturseiginleika fyrir akstur á vegum og afkastagetu fyrir torfærur – blöndu sem ekki er að finna í öðrum jeppum. Hann er búinn akstursstillingarofa og rafstýrðu KDSS- fjöðrunarkerfi sem fínstillir jafnvægisstangir að framan og aftan til að auka þægindi á ójöfnum undirlagi. KDSS-FJÖÐRUNARKERFI Á VEGUM * KDSS-fjöðrunarkerfið er rafstýrt vökvaknúið fjöðrunar- kerfi. Afar viðbragðsgóð fjöðrun með hefðbundnum jafnvægisstöngum tryggir einstaklega lipra stjórn og þægindi við akstur á vegum með fínstillingu jafnvægisstanganna. * Tæmandi lýsingu er að finna á bls. 48/49. STÖÐUGLEIKASTÝRING EFTIRVAGNS Stöðugleikastýring eftirvagns dregur úr sveigju eftirvagns í vindi, á ójöfnum vegum eða í beygjum. Stöðugleikastýringin greinir velting, hröðun og stýringu og notast við afhröðunarstýringu og veltingsstjórnun til að draga úr veltingi. Skriðvörnin gefur frá sér hljóð þegar stöðugleikastýring eftirvagns verður virk og það kviknar á hemlaljósunum til að vara ökumenn fyrir aftan bílinn við. SEN-TREGÐULÆSING AÐ AFTAN Torsen-tregðulæsing að aftan eykur stöðugleika og grip á ójöfnum vegum og hálu undirlagi. Í beygjum takmarkar tregðulæsingin mun á togi á milli hjóla á vinstri og hægri hlið við hemlun til að auka stöðugleika bílsins. 15
Halið niður PDF-skjali