HUGARRÓ MEÐ TOYOTA Hvort sem þú ert að leita eftir nýjum sendiferðabíl, tryggingum, hraðþjónustu eða vegaaðstoð þá er Toyota Professional viðskiptafélagi þinn hvað varðar léttar atvinnubifreiðar. Víðtæk þjónusta okkar uppfyllir allar þarfir fyrirtækisins þíns, veitir þér hugarró og heldur rekstrinum gangandi. TOYOTA RELAX Með Relax býður Toyota upp á þann kost að framlengja ábyrgðina á bílnum um 12 mánuði / 15.000 km (20.000 km í tilviki Proace) í senn – í allt að 10 ár eða 200.000 km hvort sem fyrr kemur – eftir að 5 ára eða 7 ára ábyrgð frá innflutningsaðila lýkur. Það eina sem þarf að gera er að koma með bílinn í þjónustuskoðun hjá viðurkenndum þjónustuaðila Toyota á Íslandi. HRAÐÞJÓNUSTA Hraðþjónusta Toyota í Kauptúni sinni smærri viðgerðum á sem skemmstun tíma. Í flestum tilfellum getur viðskiptavinurinn beðið á meðan eða nýtt sér þjónustubíl Toyota. VEGAAÐSTOÐ Vegaðstoðin er til staðar fyrir þig allan sólahringinn. 12 mánaða vegaaðstoð fylgir öllum nýjum og notuðum bílum. Hafðu samband við vegaaðstoð í síma 5 112 112. LÁNSBÍLL Í ÁBYRGÐARVIÐGERÐUM Ef til þess kemur að bíllinn þinn þarf að fara í ábyrgðarviðgerð, þá lánum við þér bíl á meðan á viðgerð stendur. FJÁRMÖGNUN OG TRYGGINGAR Toyota Professional aðstoðar við fjármögnun og kaupleigu fyrir fyrirtæki og býður auk þess upp á tryggingalausnir sem eru sérsniðnar að þínum þörfum.
Halið niður PDF-skjali