Skýrsla og áritun forstjóra Umhverfisuppgjör Toyota á Íslandi ehf. fyrir árið 2020 er gert í samræmi við ESG leiðbeiningar sem Nasdaq á Íslandi og Norðurlöndunum gáfu út á árinu 2019, leiðbeiningar sem settar voru fram árið 2015 af Sameinuðu Þjóðunum, samtökum um sjálfbærar kauphallir (Sustainable Stock Exchange Initiative) og vinnuhópi hjá Alþjóðasamtökum kauphalla (World Federation of Exchange). Einnig er vísað í tilheyrandi viðmið GRI Standard (e. Global Reporting Initiative, GRI100-400) og meginviðmið (e. Reporting Principles, P1-10) alþjóðasáttmála Sameinuðu Þjóðanna (United Nations Global Compact, UNGC). Toyota á Íslandi ehf. notar stafræna tækni til að tryggja rekjanleika, gagnsæi og skilvirkni við söfnun gagna og miðlun upplýsinga sem tengjast umhverfismálum. Forstjóri staðfestir hér með samfélagsuppgjör félagsins fyrir tímabilið 1. janúar - 31. desember 2020 með undirritun sinni. Reykjavík, 23. mars, 2021. Úlfar Steindórsson Forstjóri, Toyota á Íslandi ehf. Klappir grænar lausnir hf. 3
Halið niður PDF-skjali